Draupnir - 01.05.1893, Page 190
190
rann honum hið liðna í hug, og hann varð apfcur
hljóður, laut ofan að líkinu, kyssfci það, og tárin
hrundu títt ofan á það. Hann stóð þá hægt upp,
gekk út og inn í stofu sína. þar safc frú Sigríður
við gluggann og greiddi hár sitt, mikið og fagurt.
Biskup nam staðar í dyrunum. Hún gaf honum
hornauga og skelkaðisfc yíir útliti hans. Hann
gekk þá með rólegum, jöfnum skrefum að gluggan-
um, þar sem hún sat, laut niður að henni, svo að
hárlokkar hennar ljeku fyrir andardrætti hans,
„Sigríður mín“, sagði hann, og varir hans skulfu.
f>á fylgdi löng þögn. „Biddu guð æfinlega í öllum
bænum þínum, eins lengi og þú lifir, að lofa þjer
að taka þetta út í þessu lífi!"1. Hann gekk þá
stilltur út aptur.
þessum orðum fylgdi svo mikill kraptur, að þau
eins og negldu sig við hverja taug og tilfinningu
hennar. Hún sat lengi þegjandi eptir og fór yfir
hið liðna í huga sínum. „Mjer fannst, að hún
gæti beðið eptir hentugleikum okkar; jeg vissi ekki
hvað veik hún var, en það hefir snúizt fcil hins
verra", hugsaði hún. „Guð gefi mjer fyrirgefningu
Jóns míns! — allt, allt, nema misþóknun hans
get jeg borið!“.
Jón biskup hafði fyrirgefið henni, en nærri því
óafvitandi hafði haun í geðríki sínu vísað málinU
fýrirdómstól drottins. Brotið var svo hryggilegt í
augum hinnar miklu trúarhetju.
Hann tók upp gleði sína, er sfcundir liðu, reið
1) Alveg sönn saga, komin frá Finni biskupi Jónssyni.