Draupnir - 01.05.1893, Síða 192
192
aði Jón Torfason að koma aptur, að öllu rjettlæti,
afloknu. |>að sagði hann pormóði Torfasyni, sem
þar var þá gestkomandi, og sama ætlaði Magnús
sjer.
»þá er þó líkara, að fótur minn verði því fast-
ari á íslaudi, sem fram í sækir«, sagði Oddur.
jpormóður kvað það líklegt og hló. Gleðin var
honum meðsköpuð.
»Allir munuð þjer hafa nokkuð til yðar máls«,
sagði þormóður. »|>jer, Magnús! hafið leikið grátfc
•og verðið grátt leikinn, og er þá að sverja sig í
ætt til fornra frænda, hvað karlmennsku áhrærir.
þjer, Jón! mælið fyrir yður sjálfur og þykir mjer
þó illt, að þjereigið í illdeilum við Arna vin minn,
fyrst Magnús í Bræðratungu Ijezt áður málum
þeirra lauk, og hefði mjer þótt sæmilegra, að Arni
hefði aldrei hreyft því hjegómamáli. En hvað þig"
snertir, Loptur prestur! þá berðu Jóni biskupi
Vídalín kveðju mína og seg lionum, að heiðra
hærur þínar, þótt ekkert væri annað«. þormóður
spratt þá npp brosaudi og sagði sinni dvöl þar
lokið.
Loptur sagði: »Dýrt skal drottins orðið, ]por-
móður! ef Jón biskup skal veita mjer ásjá fyrir
orðsending eina, og svo hefir þú aldrei fyr ódrengi-
lega við mig skilið«.
»Jeg ætla, að það muni duga, ef ekki, þá stend-
ur Stangárland opið. Og nú, vinir og landar!
berið Snæfjöllum hinnstu kveðju mína. Gætið hófs
og stillingar, það eru vizkunnar samhentu systur,
og farið nú í friði!« þormóður fór leiðar sinnar
•og þeir til skipanna. Vindur bljes úr hagstæðri