Draupnir - 01.05.1893, Page 196
19ó
að seinja við mig! og það hjer?“ Augu
biskups tindruðu. Oddur brá sjer hvergi.
,,Já, biskup!“ og hann þokaði sjer nær, en bisk-
up fjær.
,,Jeg stend ekki undir þínu dómsvaldi”.
,,f>á hefir biskupinn illa skilið umboðsbrjef stipt-
amtmannsins, sem jeg las upp í lögrjettu í dag“-
„Jú, jeg hefi heyrt, að þú hefir gert þig að
slettireku1, og jeg sje, að þú ætlar að byrja á
m]er“.
,,Já, því jeg á ókláraðar sakir við þig frá fyrri
árum, og jeg gjöri alla jafna, sem beita ofbeldi".
„Jeg vil vera laus við hlu'tsemi þíDa hjer!“ —
Biskup þokaði sjer enn fjær, en hiun nær. „I hverju
er þá brot mitt fólgið?“. • •
,,þú bægir mönnum frá sakramenti fyrir litlar
sakir“.
,,|>að hafa prestar mínir gert, en ekki jeg“.
,,|>ú hefir boðið þeim það“.
„Hvað kallar þú þá litlar sakir?“
„f>á menn gatnna sjer við konur, eða eitthvað
smávegis, seirt náttúran býður“.
Biskup snöri sjer undan með fyrirlitningarsvip
og sagði: „Skilur þú þá sakramentin?"
Bósemi biskups ergði Odd, og hann sagði:
„Sakramentin gerast nú margbrotin“.
„Nú, jeg þekki ekki nema eitt“.
„Jeg þekki þá íieiri".
1) O ldur bauö sig fram á þiuginu til aö taka á méti
öllum kvörtunum, fyrir livern sem eitthvað heiði
kæra1