Draupnir - 01.05.1893, Page 198
198
saksóknari. Jeg mun kalla þig herra vísilögmann,
því það nafn áttu með rjettu, eti annað ekki“.
„Heyrðir þú þá ekki brjef stiptamtmanns Gylden-
löve“, spurði Oddur fokreiður.
„Jú, það heyrði jeg, og þar stóðjjekki eitt orð
um, að vísilögmaður Oddur Sigurðason væri kon-
unglegur saksóknari eða Fiscal'1.
,,|>á skaltu þó áður lýkur með okkur fá að auð-
mýkja þig undir herra Fiscalinn", mælti Oddur
af miklum þjósti og gokk í burtu. Páll anzaði
honum ekki, en gekk að tjaldi Jóns biskups Vída-
Jíns, sem sat inni og var mikið í hug. Arni
Magnússon kom þá í sömu svipan. Settust þeir
þá allir við drykkju og tóku að ræða um þing-
málin.
„Ekki hafa enn þá rætzt óhappaspár þínar,
Jón“, sagði Árni.
„Sýnt heíir þó Oddur mjer það í dag, hvaðan
þrumunnar sje von“, svaraði biskup.
„Hann slóst upþ á mig“, mælti Páll, „af því
að jeg vildi ekki kalla hann herra Fiscal". þeir
hlógu að ofmetnaði hans, og bÍ3kup sagði og hóf
bikar sinn á lopt:
„Drekkum þá vorum unga valdsmanni til, herra
Fiscalnum".
þeir hófu bikara sína á lopt og reyndu að
hlæja. ’
þá gekk Lirus sýslumaður Scheving í tjaldið.
Biskup bað hann setjast hjá þeim, drekka og segja
tíðindin.
,,f>au taka uú að gerast stór“, mælti haun.
„Rjett nvina kom vinnumaður minn að norðan og