Draupnir - 01.05.1893, Síða 199
199
færði mjer þau tíðindi, að Jón Torfason frá
Barðaströnd hafi lesið jfir mjer utanfararstefnu, að
heimili mínu, Möðruvöllum, í máli óróaseggsins
Magnúsar Benediktssonar, sem er með honum, og
ætluðu þeir að fara viðlíkar stefnufarir á fleiri heimili
íEyjafirði. Og þau tíðindi kann jeg að segja ykk-
ur, að þið eruð og allir, sem hjer sitjið, stefndir
fyrir hæstarjett í máli Magnúsar heitins í Bræðra-
tuugu, og þar með f>órdís mágkona yðar, biskup,
og Benedikt Einarsson, sem hjá yður er. Ætlar
Jón að birta ykkur stefnu þessa heima í Skál-
holti, er hann hefir lokið að birta aðrar stefnur
sínar“. f>eim hnykkti nijög við þessi tíðindi. Bisk-
tip sagði eptir litla þögn:
,,f>að er gott og gilt lögmál, að hið óhreina skal
víkja fyrir hinu hreina. Við rýrnurn þá allir land-
ið í einu“, hann sló í borðið og sagði: ,,f>etta er
allt undirróðri Odds Sigurðssonar að kenna“.
Arni sagði: ,,f>etta verður að eins skemmtiferð
til Hafnar“.
,,Já, já“, sagði biskup; ,,við skulum vona það“.
Hjeldu þeir þá áfram að drekka og gerðu sjer
gaman af þessu, þótt engum þeirra væri það í
huga.
f>á gekk maður inu í tjaldið. Hann huldi sig í
tufli og skaut snörum augum undan gráum og
loðnum augnabrúnum, nú á þenuan, nú á hinn, og
síðast á biskup. f>eir, sem fynr voru, horfðu
sömuleiði3 á hann með spilin í höndunum og biðu
þess, að hann gæfi sig fram. Eptir að liann hafði
virt þá alla fyrir sjer grandgæfilega, mælti hann:
,,Jeg hefi einhverju sinni þekkt yður alla, þótt