Draupnir - 01.05.1893, Page 207
207
„Hversvegna svo síðla?“
„Jeg verð að þjónusta þrjá menn, tvo í Auðs-
holti og einn á Iðu, og jeg man ekki hvað marga
í Torfastaða- og Miðdals-sóknum, en það verður að-
bíða morgunsins".
„Má þetta ekki bíða morgunsins?" spurði frúin.
„Nei, guð má aldrei bíða eptir okkur, en þeir
dauðu geta beðið'1. Og biskup gekk heim, tók
heizli og fór út með það.
„Hvert ætlar þú, elskau mín?“
„Að leita mjer að hesti".
„f)ú?“ spurði hún forviða.
„Já, nú er hjer enginn annar rólfær".
„En þeir, sem sóttu þig^til að þjónusta?"
„|>að sótti mig enginn; mjer bárust boðin með
einhverjum varla rólfærum garmi“.
„Og hvar eru þá hestarnir?"
,,f>að veit jeg ekki. Líklega niðri í tungu-
sporði".
,,f>á verður Sólveig ekki grafin í dag, því það
er tveggja eða þriggja tíraa ferð út í tungusporð“.
„Ó, jú! jeg er röskur göngumaður, og er ekki
of góður til að þjóna þeirn, sem bágt eiga, fyrst
tnjer er hlíft til þess“.
„En jeg“, sagði frúin, get jeg ekki sótt hest-
inn?“
„J>ú, Sigríður mín?“ og hann leit blíðlega til
hennar, ,,þú þolir ekki að hlaupa; svo eru nógir
8júkir í húsunum fyrir þig að hjúkra; en jeg hefi
Verið sjómaður til forna og hermaður líka, og nú
or jeg kominn á hið sælasta stig mannlífsins, að
láta mjer vera hjer um bil sama um allt, nema