Draupnir - 01.05.1893, Page 208
208
góða samvizku“. Biskup gekk xxt með beizlið, en
iiún inn. Eptir ótrúlega stuttan tíma hafði hann
lagt á hestinn og reið í burtu. Um kvöldið var
Sólveig grafin í kórnum viðhafnarlaust, því mjög
fáir voru svo frískir, að þeir gætu rólað út í kirkj-
una. Loptur prestur var lasinn, svo biskup mold-
jós hana sjálfur og bar sig karlmannlega.
Meðan á sýkinni stóð veitti Loptur prestur
heimamönnum þjónustu, og eins staðarbúum,
er í grennd voru, en biskup öllum þeim, er lengra
voru í burtu, og sótti þá og flutti jafuan sjálfur
hest sinn. Hvar sem til spurðist geysuðu sömu
undur. Sýkin valdi iir úrvakfólk á bezta aldri.
,,Bjett eins og þegar drottinn talar", sagði biskup,
þá skilja hann allir. Augu þeirra blindu. fá sýn,
svo þeir sjá refsidóma hans, og eyru þeirra daufu
verða heyrandi, svo þeir heyra rjettlætisraust hans
betur en á meðlætisdögunum. Jeg var bæði blind-
ur og daufur. Nú er jeg nokkru nær“.
Svona leið fram eptir haustinu, að menn voru
einlægt að sýkjast og deyja. þetta sumar hjeldu
þeir Páll Vídalín og Arni Magnússon áfram jarða-
mati sínu, en er hausta tók, reið Páll norður til
bús síns, en Arni kom að Skálholti, eins og haun
var vanur, þegar hann var hjer á landi, en ætlaði
þó seinna utan. Biskup varð honum mjög feginn
og höfðu þeir margt að ræða um, en spilin nefndi
hann ekki. þegar þeir höfðu setið þannig lengi
inni í biskupsstofu sagði Arni:
„Hvað eigum við að gjöra okkur til gamans,
Jón?“