Draupnir - 01.05.1893, Page 210
210
Arni heyrði og sagði: ,,Sjer þú nokkurn refsi-
dóm í þessu?“
„Nei, engan refsidóm; en undarleg meðul vel-
ur guð opt til að laða oss að sjer, já, undarleg.
Stundum er eins og að þessi eða hinn maður
sje sendur til að rifja upp fyrir oss fornar mis-
gerðir vorar, og vjer föllum stundum, eins og vær-
um vjer sekir, fyrir því eða þeim, sem vjer höfum
ekkert til saka gert; en í þvi má sem optast sjá
guðs rjettiætisfingur, sem bendir oss þannig á þá
sýknu, sem hafa fallið rjetti sínum ræntir af oss,
og er þá einasta ráðið að auðmýkja sig undir
drottins vilja“. Um leið og biskup sagði þetta,
rann út í fyrir honum.
„Undarlegar eru skoðanir ykkar guðfræðinganna
á lífinu“, sagði Árni.
„Ekki svo undarlegar, Árni! Sjer þú þá ekki,
að Oddur Sigurðsson er útvalin svipa á bak mitt,
til að temja mig lífaðan kálf?“
„Nei, hvaða sök mætti þá gefa honum á því?“
„f>á, að hann leyfir sjer að gera allt, en það
gera góðir menn ekki; í því er dyggðin og ódyggð-
in fólgin; en að hann, þessi óstjórnlega hamhleypa,
er komin á veg minn, þar í sje jeg drottins refsi-
dóm“.
Árni fjekk ekki ráðrúm til að svara, því þá riðu
þrír menn í hlaðið, og því nær samstundis gekk
heimamaður inn til þeirra biskups og sagði, að
Jón Torfason frá Barðaströnd væri þar kominn og
vildi finna þá að máli. jpeir litu hvor til annars
^ -+P8 gengu út. þar varð fátt um kveðjur. Jóh
fíórfason las yfir þeim hæstarjettar-utanstefnu úti