Draupnir - 01.05.1893, Page 215
215
prestar fengnir til allra brauða, skólastjóri og kenn-
arar til skólans, en þau af staðarbúunum, sem í
auðn lögðust, voru ekki endurbyggð. Ymsir voru
dánir af þeim, sem lifað höfðu af sýkina, þar á
meðal Ragnheiður Torfadóttir og Björn biskup á
Hólum. í hans stað var kominn Steinn prestur
Jónsson. Uppgangur Odds Sigui’ðrsonar og Páls
Beyers var mikill, og snörust þeir mjög í móti Jóni
biskupi, sem sat i Skálholti með sömu rausn og
áður hafði verið. Árni hafði lokið landamati sínu
og var farinn af landi burt og giptur ekkju þeirri,
sem fyr er getið. Páll Vídalín sat í Víðidalstungu
ög átti í erjum við marga valdamenn, og þórður
Jónsson hjelt Staðarstað. Biskup vildi vanda at-
hæfi kennimanna, en fjekk eigi að gert fyrir Oddi
Sigurðssyni og vinum hans. þar við bættist ýras
armæóa heima fyrir, sem nú lagðist þyngra á hann
en til forna, þá er haun var yngri og barnabros og
vinagleði feyktijafnharðauburtöllu andstæðu. Hugur
hahs var farinn að hverfa til himins á eptir und-
angengnum ástvinum, sem nú voru orðnir margir.
Hann miðlaði óspart hinum rangfengna maminóni,
sem hann kallaði; en þó að kona hans ynui hon-
tm hugástum, þá bar þeira opt á milli út af hon-
um. Spilunum var hann aptur farinn að unna, en
honun. gafst sjaldnar tækifæri á að skemmta sjer
við þau í góðum vinahóp, eptir að Árni og Páll
fjarlægðust. »Jeg ætla þó að spila fáein spil við
Pál frænda minn!« sagði hann einhverju sinni við
Jporstein Iíetilsson, kirkjuprest sinn, »rjett fáein
spil. — þjer megið byrja messugerðina í dag; jeg
mun koma í sæti mitt, eins og jeg er vanur. Og