Draupnir - 01.05.1893, Page 218
218
konungs hylli í ár, honum verður ef til vill stefnt
utan að ári, og auðna eða málsnilld ræður, en ekki
rjettur málstaður, hver ofan á verður. Og nú ert
þii orðinn undir í máli Sigurðar lögmanns. Ver-
aldlegu málin mega þeir toga og teygja fyrir mjer,
ef jeg þá mætti vinna í næði að þeim andlegu«.
»Málfrelsi banna þeir þjer þó ekki«.
»Nei, nei! En hvað er málfrelsi, þegar þeir gera
raustu sannleikans að heimsku og lygi?« Barði hann
þá aptur í borðið. þannig leið á daginn, biskup kom
ekki í kirkjuna, messan leið þar til á milli pistils
og guðspjalls. Presturgekkút, nam staðar viðbiskups-
herbergi, því hann heyrði mannamál inni. »Já«, sagði
hann við sjálfan sig, »þeir sitja þá enn við drykkju.
A jeg að ganga inn?« Nei, það getur aflað mjer
kinnhests; biskup er sinn eiginn herra«. Gekk hann
þá nær glugganum og söng: »En þú sem átt að
vera útvalinn drottins þjón«, o. s. frv. (sjá Pass-
íusálma).
Biskup spratt þá upp og sagði: »þá skal hjer
staðar nema að sinni, frændi. Sjerplægnin stenzt
ekkert, en kærleikurinn allt«. Hneppti hann þá<
hempunni að sjer og skundaði til sætis síns. Ept-
ir messu gaf hann presti tvö ríksort heil og bað
hann að hætta ekki að áminna sig, þvíhann þyrfti
þess við ekki síður eu sóknarfólkið1. Litlu síðar
skildu.þeir frændurnir, og Páll fór norður til bús
híhs.
1) Bptir kirkjuprestinum þorsteiní Ketilssyni, erseinua
var prestur á Hrafnagili. tiöguna sagöi dótturson lians
Hallgrírnur tííslason.