Draupnir - 01.05.1893, Page 226
226
>
»Hjeðan af skal jég fylgja þjer eins og skuggi þinn,
á meðan mjer endist aldur til«.
Biskup spratt upp afarreiður og vildi endur-
gjalda höggið, en þá var hlaupið á milli þeirra.
»Jeg næ hjer engum rjetti«, mælti hann, »og
hlýt að klaga þig til konungs!« Síðan snöri hann
sjer til manna sinna og sagði: »þjer sjáið, að
vísilögmaðurinn hefir slegið mig!«
Oddur mælti til sinna manna: »|>jer eruð og
mín vitni, að biskup hefir hagað sjer ósæmilega,
haft svívírðileg meiðyrði í Erammi og ósvífin orð«.
J>eir snöru sjer við og litu til biskups, þeir höfðu
ekki tekið eptir öllu. Oddur hafði tvo votta og
biskup tvo. |>að var gott að þafa þrjá, já, æski-
legt, þá hafði hann einu atkvæði meir. Jú, jú!
þar var Katrín Abrahamsdóttir. Vildi hún bera
með honum eða vildi hún það ekki? Vísilögmað-
ur gekk út og kallaði á Katrínu, og sagði: »þú
ber mjer vitni, Katrín!«
»Jeg vitni? Nei!«
»JÚ, þú gerir, ef« . . . og meira heyrðu menn •
ekki. þau hurfu inn í herbergið og Iokuðu dyrun-
um. Biskup bjóst að fara til tjalda sinna.
»Nei, herra biskup!« sagði Sigríður Hákonardótt-
ir og hljóp í fangið á honum. »Fyrir mín orð,
þótt fátt gott hafi hingað til verið í millum okkar,
þá verið hjer í nótt!«
»Eptir allar þær svívirðingar og heitingar, setn
vieelögmaður hefir látið dynja yfir mig?«
»Já, herra biskup! þjer flytjið í umboði drottins,
að menn eigi að fyrirgefa sjötíu sinnum sjö sinn-
um á dag, en munduð þjer ekki sjálfur vilja gang&