Draupnir - 01.05.1893, Page 228
háttur sá, sem þá var drottnandi lítið við hann,
nema hvað hann, eins og allir aðrir varð að líða
við einokunarverzlunina, sem þrengdi mjög að
kostum manna, því þá var hver höfn á landinu
leigð einstökum mönaum, sem beittu ofbeldi gegn
þeim, sem verzluðu vió aðrar þjóðir en Dani eina,
þó yfir tæki eptir 1730, þá er Arni Magnússon var
látinn, sem hafði verið henni mjög andstæður, og
mátti sjer mikið við konung.
Eptir fyrnefnda Narfeyrarferð sat Jón biskup
Vídalín heima að búi sínu og undi hið versta við
málalokin; ritaði liann konungi kæruskjal um at-
hæfi Odds Sigurðssonar, og bað um vissan dóm-
ara í inálum þeirra. Arni Magnússon var þá al-
farinn til Kaupmannahafnar, og gat því síður stutt
hann, sem hann sjálfur stóð í málaferlum þeirra
Magnúsar heitius í Bræðratungu víð Jón Torfason
— sem hann beið ósigur fyrir að lokum.
Kouungur bauð stij)tamtmanni að láta stefna
þeim báðum, biskupi og Oddi fyrir 24 manna rjett-
inn á alþingi. þetta drógst þó tvö ár, eða til
1715, og nú náði Oddur lögrnannsembættinu undan
Lárusi' Gottrup, og jókst við það vald hans; en
allt af gekk á einlægum stefnum og svardögum
milli Odds og Jóns biskup3 og fleiri valdamanna.
Bitt kvöld meðan á þessu stóð, sat biskup inni
í herbergi sínu og hugsaði um hagi sína, og sagði
við sjálfan sig: þessir fullmektugu hafa þannig
fjötrað hendur mínar, að jeg má ekki framar bisk-
up kallast, engar sektir leggja á presta mína og
engu kippa í lag, því þegar jeg með meðdómendum
mrnum á Synodus hef dæmt þá sem sekir. eru ept-