Draupnir - 01.05.1893, Page 232
232
stjettina. f>ar stóðu vinnukonur prjónandi og rædd-
ust við. »Stúlkur mínar!« sagði hann, »nú þarf jeg
að komast aptur í bólið mitt«.
»Nú, farið þjer í bólið yðar, prestur góður! Hvað
kemur það okkur við?‘ þær röktu bandið af hnykl-
um sínum, stungu þeim í handarkrikana og gengu
prjónandi sfn í hverja áttina, sumar niður á hól-
inn til að hlusta á ræður þeirra biskups og bónda,
en aðrar inn; að eins ein varð eptir.
»Nú, hreiðraðu þá til í bólinu mínu!« sagði Lopt-
ur prestur. »Jeg vil fara að kúra«.
»Svona bráðum«, mælti hún, snörist á hæli og
gekk inn, hann á eptir og raulaði: »Skálholts pík-
urprjóna, | praktuglega þjóna, | varla væta skóna, |
þótt vott sje iiti’ og bleyta. | Iiispur má það heita. |
|>ær ganga nett, nett, nett, | þær ganga rjett | um
gerða stjett, | og görpum lotning veita#1. Hún
kvaðsteigi mundi þjóna honum betur, þótt hann yrkti
níð, hurfu þau svobæðiinn. Núkomuvinnukonurþær,
er gengið höfðu niður á hólinn og hvísluðu sín á mill-
um: »Og biskup gaf Jóni beztu kúna; hvað mun
hÚ8frúin segja til þess?« Stikluðu þær svo upp á
stjettina og gengu inn.
Biskup gekk til stofu rólegur, eins og hann hefði
svalað sjer á einhverju. Frú Sigríður var þar fyrir
og sagði: »Og hefir þú nú, Jón minn! gefið burtu
beztu kúna okkar? 1 gær gafstu hest með fullum
klyfjum. Hvað heldurðu að þessi rausu geti lengi
staðizt?«
1) Gömul v/sa frá Skálholti.