Draupnir - 01.05.1893, Síða 235
L>35
næsta fylgisamur. |>ar við bættist, að Oddur efld-
ist stórum að auðlegð við erfðir og fleira, svo hann
varð verri viðfangs en áður. Honum óx heldur
ekki í augum að leggja hendur á menn, ef því var
að skipta. Biskup sjálfur varð tvisvar fyrir því.
það var á þingiuu 1718, að þeir gengu til lögrjettu
Oddur lögmaður og Páll Vídalín, en Jón biskup
stóð fyrir rjetti með eptirfylgjandi stefnur sínar,
ellefu að tölu. 1. til Sumarliða Klemenssonar fyrir
framferði hans í málum þeirra Odds, 2. til Hall-
dórs prests Hallssonar og Katrínar Abrahamsdótt-
ur áhrærandi vottburð þeirra um Narfeyrarfundinn,
3. var aðvörun til þeirra um andvitni, 4. stefna
til Steindórs Helgasonar, að heyra andvitni, 5. til
Hiríks nokkurs Ólafssonar, 6. til annara manna
Um sama efni, 7. til Odds lögmanns sjálfs um
málsókn hans fyr á Drangaþingi (Árb. 8. H. 39),
8. var stefna til ýmsra manna um andvitni þeirra
á Drangaþingi, 9. til Teits Arasonar sýslumanns
um sama mál, 10. til Jóns Einarssonar, sveins Odds,
um andvitni, 11. til Ásmundar Brynjólfssonar fyrir
það, að hann dæmdi um kæru biskups fyrir kon-
unginum. Oddur setti mann að sitja í rjettinum
fyrir sig í þetta sinn; síðan var svarið, að stefnur
veeru birtar. Var mál þetta þó eigi dæmt og eng-
*nn endi á rekinn. En Oddur var svo ófyrirleitinn,
uð hann stakk korða sínum við eyra þorleifs Arason-
ur, skólameistara í Skálholti, seinna prófasts á Breiða-
bólstað, og skar til munnsins, er hann svaraði stefnu
hans. þetta set jeg hjer til að sýna, hve hörmu-
lega var þrengt að Jóni biskupi Vídalín á allan
hátt á æfikveldi hans, og við hvílíka stórbokka