Draupnir - 01.05.1893, Page 237
237
voðanum mikla í Kaupmannahöfu 1728, og sá
hann upp frá því aldrei glaðan dag í þau tvö ár,
sem hann átti eptir ólifuð.
þá kom hjer til lands á túnaslætti danskt her-
skip og samtímis kaupförin til allra hafna. Á her-
skipinu kom nýr amtmaður, Niels Fuhrmann, nor-
rænn að ætt og gervilegur maður. Var hann af
konungi settur til að hafa umsjón með andlegum
og veraldlegum málum í landinu, og færðist við
komu hans margt í lag, er afvega hafði farið.
Dæmdi hann eptir það hin smærri mál einn og
hafði 8 þingvotta, en í stærri málum hafði hann
meðdómendur. Tókust nú smátt og smátt af ýms-
ir ósiðir, svo sem ofdrykkjur og deilur höfðingja
og óþarflegur undandráttur á málum. Hafði hann
og urnboð stiptamtmanns, það sem Oddur hafði
áður haft, og má kalla, að við komu hans hafi
auðnusól 18. aldarinnar brunað fram eptir lauga
formyrkvan.
Jón biskup Vídalín gladdist mjög við komu hans
og vænti sjer uppreisnar — og, að hann mundi ná
andlega valdínu fullkomlega í hendur sínar, eins og
fyrirrennarar hans höfðu haft. það jók og von
hans, að Oddur Sigurðsson, hinn stækasti íjand-
maður hans, og gamli Guðmundur í Brokey, sem
hafði fengið Oddi í hendur Narfeyri með búi og
mikið lausafje, tóku nú að gerast ósáttir; hugðu
tnenn, að Páll Vídalín hefði blásið að þeim kolum,
og dreifði það kröptum Odds. Biskupi hlotnaðist
oú og það eptirlæti, að umbæta kirkjulögin með
S.teini biskupi og Páli lögmanni Vídalín, frænda