Draupnir - 01.05.1893, Page 238
238
sínutn, og bjó nú allt sem bezt undir ný tímaBkiptú
Mennirnir áforma, en guð ræður.
Dauði ións biskups og fleira.
Sumarið 1720 var hið gæftasamasta. Jón bisk-
up Vídalín sat heima að búi sínu og hugði gott
til þingsins og mála sinua, því amtmaður Fuhrmann
hafði á sjer bezta orð fyrir röggsemi og rjettdæmi,
og hafði biskup undirbúið mál síu og annað, sem
með þurfti, sem bezt hann gat. Prjedikanir sínar
hafði hann látið prenta og stundaði af alelii gagn
föðurlandsius. Menn fóru nú að búa sig til þing-
reiðar, og úður því var lokið, gekk frú Sigríður í
stofu og sagði við biskup: »Jeg hef aldrei síðan
Sólveig okkar dó sjeð þig eins glaðan og núna«.
Hann tók haDa í fang sjer og sagði: »þ>að er
satt, Sigríður mfn! Jeg er eitthvað svo ljettur og
vonglaður í auda, að jeg hef aldrei verið svo, síð-
an jeg var í skóla. Jeg skil það og skil það ekki.
Ófriðarþrumurnar eru að smá fjarlægjast. Oddur
hefir misst vald sitt yfir mínum málum, svo jeg get
uunið fyrir drottins ríki í náðum, og hvíldin er
vær eptir andviðrið. En það er þó eitthvað sælla
í vændum; jeg finn það á mjer, en veit ekki, hvað
það er. Guð upplýsir það á sínum tíma. En nú
skalt þú líka varpa af þjer umstangsokinu um hríð
og sækja heim f>órð bróður þinn, því hann skrifar
mjer, að hann muni ekki ríða á þing, og kömur
hjer því ekki að sinni«.
»Jeg hef líka verið að hugsa um það«, svaraði
hún, og vafði arma sína enn þá fastara að hálsi