Draupnir - 01.05.1893, Page 241
241
»|>að er nú ekki svo h'tils virði«, sagði’ Páll.
Biskup tók upp hjá sjer skjal, rjetti að Páli og
sagði: »Sjáðu og lestu!« f>að var þess efnis, að
prestar og prestaefni, er uppvísir yrðu að legorðum
og öðrum hneykslanlegum stórsyndum, þyrftu ekki
að vænta sjer uppreisnar af konungi. »f>á verður
þessu hneyksli hrundið í lag«, mælti biskup og
stakk hjá sjer skjalinu. »Jeg tjáði admíiál Pjetri
Baben, sem varð stiptamtmaður eptir Gyldenlöve
og kom með danska herskipinu, frá vandræðum
mínum. Jeg reið suður að Bessastöðum að finna
hann fyrir þingið, og jeg þarf aptur að finna hann
eptir það, áður eu hann fer utan í haust. f>að er
góður og vitur maður. Jeg hlakka til að lesa þetta
brjef upp í lögrjettu að Oddi áheyranda og prest-
um mínum. En hjer ríður Steinn biskup ofan
gjána; göngum að fagna honum«. f>eir stóðu upp
og gengu niður að ánni. f>ar heilsuðu þeir Steini
biskupi og fundu hann að máli á sjálfum f>ing-
velli litlu síðar; var hann viðmótsþýður, en mjög
sorgbitinn.
|>etta alþing var kyrlátt og allt fór vel fram.
Biskup setti prestastefnu, hjelt skörulega fram mál-
Um sínum og var sem yngdur upp í anda. Hann
studdi að viðhaldi spítala, sem þá voru nokkrir í
landipu og bað menn grannskoða, hverjir verðug-
astir væru að njóta þeirra og sjvikastir, svo að
guðs orð yrði ekki fyrir lasti. A þessu þingi voru
ongin ráð ráðiu, nema hann gæfi þar jáyrði sitt til.
|>að var rjett eins og menn hefðu ekki þekkt fyr,
hver maður hanu var, þvf »svo má níða sem prýða«.
í>eir, sem nú voru' mest metnir, virtu hann mest, en
16