Draupnir - 01.05.1893, Page 250
250
grjetar og báðu mig að koma því, af því jeg átti hjer
heima“.
»Miskunsami guð!« mælti hún fyrir munni sjer.
»Nær var það?«
»Að aptni þess 29. þessa mánaðar«.
»Guð minn! Guð minu! Hafa þá engar fregn-
ir borizt af honum síðan?«
»Jú. Daginn eptir, um nónbil fóru þar menn
um, og þá voru biskupshestarnir kyrrir«.
»Hann er þá lagztur veikur uppi á háfjöllum, og
jeg er hjer!« Hún skundaði inn og heimtaði hest
sinn. Húsfrii Margrjet, sem af brjefinu vissi, hvað
leið, vildi að hún biði morgunsins, en engar for-
tölur dugðu; ekki einnar stundar bið fjekkst, og
þesBÍ hæglætiskona skalf og nötraði. Hún reið á
stað um kvöldið með fylgdarmanni, og hugsaði
ekki um annað en: áfram, áfram. Skýin þutu,
fjöllin hurfu, hæðir fæddust og dóu í fluginu, læk-
ir og ár brunuðu áfram. Hún keyrði hestinn
beint áfram út á vöð og vaðleysur, og fylgdarmað-
urinn varð opt að kippa í taumana á hesti henn-
ar og leiða liann á betri veg. Hugur hennar var
í sæluhúsinu hjá biskupí og á þingvelli, þá er hann
fylgdi heuni þar forðum. »Hversu heitt unni jeg
honum þá er jeg ueitaði honum! Og á ferð-
inni að Stafholti — !« Hún nam staðar í hugan-
um við hverja torfæru, sem hann hjálpaði henni
yfir, endurtók í hjarta sínu hvert orð, sem hann
þá mælti við hana, og, sem voru gleymd fyrir
löngu, löngu. Astiu getur vakið til lífs hið hálf-
dauða og gleymda. I stuttu máli: Hún fór í
huga slnum yfir allt þeirra liðna líf og fann nú ein-