Draupnir - 01.05.1893, Page 253
253
er ástatt og hjer var, og þarf því ekki að lýsa.
því.
Hún svaraði engu, en studdist einungis fram með>
veggjunum og fleygði sjer yfir líkið með átakan-
legu sorgarkveini. Enginn hugði, að hún mundi
lifa af nóttina, svo var sorg hennar bitur. Hún
skildi nú vel, hvaða þýðingu það hafði, að koma
of seint til banasængur ástvinar síns.
Daginn eptir, 3]. ágúst, sem var greptrunar-
dagur þórðar prófasts, kom Hannes prófastur Hall-
dórsson vestan frá Eeykholti, og sagði fyrir, hvern-
ig haga skyldi flutningi á líkinu og umbúnaði.
Var það flutt úr sæluhúsinu máuudaginn 2. septem-
ber, með fjölmennn fylgd, yfir Skjaldbreiðarhraun,
austur Helluskörð og heim í Skálholt um kvöldið.
En þar sern biskup ljezt, stendur enn lítil stein-
varða í hyamminum, og brekkan er enn þann dag
í dag nefnd Biskupsbrekka.
Prú Sigríður reið með aðstoð Hannesar prófasts
og fleiri yfir Hrafnabjargaháls og Lyngdalsheiði,
og kom í Skálholt sama kvöldið, mjög máttíarin.
Næsta laugardag, 6. september, var lík biskups
jarðað í Skálholtskirkju, fyrir noiðan þórð biskup
og frú Guðríði með mikilli viðhöfn og í viðurvist
landsins mestu mauna. þaðan var legsteinn hans
tekinn fyrir nokkrum áratugum og settur undir
þiljur í Skálholtskirkjugólfi, og er hann þar enn
til sýnis.
A 54. aldursári endaði æfiferill Jóns biskups
Vídalíns, hins mesta ræðu.skörungs, sem íslaud
hefir nokkru sinni átt.
Endi.