Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 254
Eptirmáli.
f>á er nú sögu Jóns biskups Vídalíns lokið, og
liefir hún það til síns ágætis, að hún styðst all-
víðast við sanna viðburði, því síðan að hann dó,
eru að eins 173 ár, ekki tvær aldir. þórður rekt-
or þorkelsson, bróðir Jóns biskups, dó á gamals-
aldri í Austur-Skaptafellssýslu, þar sem jeg er
fædd og alin upp, og heyrði jeg þar ýmsar sögur
um biskup, sem hafðar voru eptir honum, en mjer
sagði þær kona á áttræðisaldri, þegar jeg var barn,
og hafði hún þær eptir hálfbróður sínum, Guð-
mundi (sterka), sem var af fyrra hjónabandi föð-
ur hennar, og miklu eldri en hún, og lifði af ból-
"una 1707. Hann var brjóstveikur og var þess
vegna á æskuárum sínum til lækninga hjá þórði
þorkelssyni, þá gömlum manni í Dai í Lóni, því
f>órður hafði numið læknisfræði, og var sagður
skarpvitur, eins og þeir bræður hans, meistari
Arngrímur Vídalín, skólameistari í Hnakkaskógi á
Láglandi (dáinn 1704), og Jón biskup Vídalín.
|>órður var kallaður nokkuð skapstór, og átti
hann að hafa sagt við biskup, þá er hann hlýddi
á kappræðu, er biskup var í við aðra menn, og
f>órði virtist bróðir sinn hafa á röngu að standa:
»f>egi þú, smábarnið þitt, þegar vitrir menn tala«.
Og víst er um það, að þetta var haft að máltæki,
þegar eitthvað þótti keyra úr hófi: »Jeg segi nu