Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 256
256
hans, og var þar að auki vinur hans, minnast
þess með einu orði, sem þeir mundu hiklaust hafa
gert, ef hún væri sönn. þar á móti er fullkomin
sönnun fyrir því, að hann var með gjaldi leystur
úr herþjónustunni, að undirlagi móður hans.
Jón biskup var talsvert hneigður til víndrykkju,
bæði af heimili og á, bæði í vina- og óvina-hóp,
sem sjá má áf ferð hans til Narfeyrar, er hann
sótti heim Odd lögmann Sigurðsson 1713, og eins
á alþingi, eu þess ber að geta honum til afsökun-
ar, að þá var ofdrykkja og áfiog tízka meðal er-
lendra höfðingja, og þóttí allt annað en minnkun
að (sjá Troeis Lund: Dagligt Liv i Norden i det
16de Aarh., 5. Bog). Já, meira að segja, þetta
var almenningsálitið: »Sá, sem ekki vill drekka
vín, er öllum mönuum til athlægis; hann er rag-
geit og ónytjungur, og hann skortir alla sómatil-
finniugu«. Svona var aldarandinn i tíð Jóns bisk-
ups, og var því engin furða, þó að hann, sem
hatði dvalið mörg ár erlendis í misjöfnum fjelags-
skap, fylgdi þessum tíðaranda. það reiknaðist
svo til, að í Danmörku drykki hver maður 1680
potta af öli um árið á þessu tímabili (Tr. L., bls.
öl). Hefir það verið haft í stað svaladrykkjar,
því' vatn var þá lítið drukkið, og te og kaffi hefir
varla verið þekkt, því þess er þar fyrst getið 1660,
og hjer á landi hefir það orðið miklu seinna al-
gengt. Alls konar vín og brennivín var sömuleið-
is drukkið í miklu óhófi.
En þess vegna nefni jeg spilafíkn Jóns biskups,
að flestar þjóðsögur um hann segja það. Spila er
íyrst getið 1275, og í Frakklandi voru þau iðulega