Draupnir - 01.05.1893, Síða 257
U57
um hönd höfð 1390. jpar á móti segir Jón pró-
fastur Halldórsson, að utan öls hafi varla verið
hægt að koma Jóni biskupi til að reiðast.
Erú Sigríður, ekkja Jóns biskups, bjó fyrst tvö
ár í Skálholti eptir dauða hans, en settist eptir
það á eignarjörð sína, Stóra-Núp, og bjó þar,
þangað til hún dó 1730, 53 ára görnul, og var
hún grafin við hliðina á manni síuum. Litlu fyrir
andlát sitt gaf hún Hrafnatóptir, jörð í Eystrahrepp,
sem nú er í eyði, til þess að námgjörnum munað-
arleysingjum vrði kend 'skrift og lestur (sjá Arb.
Espól., 9. D„ bls. 100).
Loptur prestur Jósepsson dó 4 árum síðar en
Jón biskup, og var þá níræður.
Vaxbörn voru hin kröptugasta galdrabrella í
Danmörku á fyrri hluta 16. aldar (sjá Troels Lund),
og átti ýmsum að hafa verið steypt í ógæfu á þann
hátt. Til þe3S að hamla tjóni því, er af þessu
gat leitt, var prestum ge'rt að skyldu, er þeir
skírðu börn, að fietta klæðum af höfði og brjósti
þeirra, svo ekki væri hægt um að villast.
Fáeinir kaupendur Draupnis hafa fundið að
því, að Styrjaldarsaga Gyðinga fylgir ritinu, en
jeg á bágt með að breyta því, sökum þess að
ýmsir, sem hafa lesið þá sögu í handriti, hafa
vegna hennar gerzt áslcrifendur; en það er óhugs-
andi að gefa hana út öðruvísi en í smá pörtum;
svo munu og flestir verða ánægðir með|hana, þeg-
ar fram í hana sækir, því það er viðurkennt, að
hún sje fróðlegt og merkilegt rit.
Við lýsingar á klæðaburði manna hefi jeg haft
17