Draupnir - 01.05.1893, Side 258
258
hliðsjón af olíumyndum, bæði af Jóni Jónssyni
Thorlacius sýslumanni og Guðríði Binarsdóttur,
konu hans, og fleiri myndum frá þeim tímum; en
við húsa niðurskipun á staðnum liefi jeg haít
stuðning af gömlum uppdrætti af staðnum, sem
er í safui Jóns Sigurðssonar á landsbókasafninu, og
sömuleiðis af staðar úttektinni 1698, þegar Jón
biskup Vfdalín tók við Skálholtsstað af frú Guð-
ríði, ekkju þórðar biskups. Bn þessi rit hefi jeg
stuðst við: Æfisögu Arna Magnússonar eptir Jón
Ólafsson Grunnviking, sem dvaldi hjá honum mörg
ár, og var hjá honum, þegar hann dó 1730. Segir
hann, að Arni hafi verið hreintrúaður og lagt mikla
áherzlu á dyggðugt lfferni, en hafi ekki verið
orþodox í sumum greinum, og þess vegna hafi
sumir haldið haun vantrúaðan, eius og orð Odds
Sigurðssonar benda til, er hann spurði Jón biskup
Vídalín, hvort það væri satt, að Arni hefði látið
hann bölva biblíunni heilt ár, þegar hann var
hjá honum. Muu því nokkurt orð hafa leikið á,
að þeir væru ekki sammála í tráarefnum. Arna
hafði á efri árum sínum fallið mjög illa mál þeirra
Magnúsar heitins í Bræðratungu, sem hann fyr
sótti með kappi miklu, og Jón Grunnvikingur seg-
ir um Arna, að hann hafi á seinni árum haft eitt-
hvert leynilegt böl við að stríða, auk þess sem
hann sá aldrei glaðan dag þau 2 ár, er hann lifði,
eptir það að mikill hluti af hinu ágæta bókasafm
hans brann í Kaupmannahöfn 1728.
Svo hefi jeg haft æfisögu Páls Jónssonar Vída-
líns, Arbækur Jóns Espólíns, Æfisögu Jóns bisk-
ups Vídalíns, eptir Finn biskup Jónsson, og lög'