Draupnir - 01.05.1893, Side 263
263
ar þolanlegan klár, náttúrlega söðlaðan, heim til
mín; jeg skal koma honum strax aptur til skila.
Getur þú það, — fyrir borgun auðvitað. Hjer er
króna fyrir hestlánið, og eigðu svo sjálfur þetta
fyrir ómakið«.
»Jeg skal gera það; jeg þakka þjer fyrir góði«, sagði
Eyólfur og skundaði burtu; en Hallur hjelt áfram
að reika til og frá um völlinn.
»Ó! hvað miðdegissólin skín fagurt yfir þetta
ununarfagra byggðarlag«, sagði Hallur við sjálfan
sig, er hann í hægðum sínum reið upp með ánni
eggsljetta vellina, og stefndi upp að hinu svo nefnda
Iívíslarskarði, sem bar nafn af ánni eða kvísliuni
svo nefndri. nSkyldi nokkuð hæft í því, að manni
þyki jafnan æ3kustöðvarnar fegurstar, þó þær sjeu
það ekki í raun og veru. þetta getur verið. Allt
er svo ununarríkt í æskunni, af því hjartað er þá
svo glatt og áhyggjulaust, Hver veit, nema hinn
innri friður máli þá mynd sína óafmáanlega á þá
bletti, sem æskuleikirnir eru framdir á. Jeg veit
það ekki, en hver skyldi geta fundið fegurri sveit,
en hjer til dæmis«, sagði hann. því næst steig
hann af baki, settist á þúfu og horfði í kring um
sig. »]i>essi á, silfurtær og full af laxi, þó — slepp-
um því, liún er ekki fegurri fyrir það; fegurð og
gagn er sitt hvað. — þessir eggsljettu, sefgrænu
vellir rjett ofan að sjó, þessar aflíðandi brekkur,
angandi af blómum og glitrandi enn þá í regnboga-
litum daggarmöttli, því þó framorðið sje orðið, er
sólin að eins nýfarin að skína. Svo er nú sjáandi
mosavaxna blágrýtið og skarðið að tarna; áu þess
væri allt eins og neflaus ásýud. Sæi jeg nú í því