Draupnir - 01.05.1893, Page 264
264
einhverja unaðsfagra mey, þá væri fegurðin orðin
fullkomin, til dæmis álfkonuna, sem fóstra gamla
sagði mjer, að þetta hefði verið kveðið um:
Kom jeg upp í Kvíslarskarð,
kátleg stúlkan fyrir mjer varð,
fögur var hún og fríð að sjfí,
faliega leizt mjer hana á.
Blátt var fat á baugalín,
blóðrauð líka svuntan fín,
lifrauð treyja, lindi grænn,
líka skautafaldur vænn. o. s. frv.
Hallur fór að kirja þetta, og var auðvitað, að
hann hafði gaman af að rifja upp fyrir sjer
þessar gömlu stökur. »Jeg skyldi sannarlega ekki
leggja á flótta fyrir slíkri huldukonu#, sagði hann.
Rjett í því varð honum litið upp í skarðið að
sunnanverðu. Bn hvílík undur! Töframæriu stóð
þar þá og studdi höfðinu upp að berginu bláa.
Viðkvæmni og hyggni skein úr hinum djúpu og
bláu augum, sem hún festi á Halli, þar sem haun
sat á þúfunni, svo að einhver ónotalegur og deyf-
andi hrollur fór í gegnum hverja hans taug; en
svo mikið töfraafl fylgdi þessu stillilega augna-
tilliti, að haun gat ekki slitið augun frá því.
»(), hversu fögur ertu!« andvarpaði haun í hjarta
sínu. »Andlitið er svo fölt og sviphreint, ennið
svo hátt og höfðinglegt, varirnar svo rósrauðar,.
augun svo blíð, lokkarnir svo langir og mjúkir,
höndin svo smá og hvít, mittið svo mjótt og brjóst-
in svo hvelfd og fögur. Nú er mynd þín stein-