Draupnir - 01.05.1893, Side 266
266
móðir hans, vinir og systkini. Á klaðinu stóð
sannkallaður vinahópur.
»|>etta eru frænkur og leiksystur þínar, Hallurn,
sagði faðir hans, og benti á tvær blómlegar yngis-
meyjar, sem biðu eptir hinum menntaða frænda
sínum glaðar í hug.
»Sælar þið, Kristín og Vilborg«, sagði Hallur
og rak að þeim koss, en svo stuttau og snubbott-
an, að þeim þótti sköram til koma.
»Nei, hvað þið eruð orðnar breyttar, síðan jeg
sá ykkur síðast«, sagði hann enn fremur.
»Já, sonur góður«, greip faðir hans fram í.
VEkkert stendur í stað; æskunni fer fram, en ell-
inni aptur. Sjáðu til dæmis, hvað við foreldrar
jþínir erum orðnir gráhærðir og ellilegir«.
»Mjer sýnist öllu fara aptur hjer, æsku sem
elli«, sagði Hallur, og leit á alla umhverfis sig.
»0g manni sýnist jafnan allt öðru vísi, sera
maður hefir ekki sjeð um langan tíma«, sagði Sæ-
mundur gamli brosandi; en þær Vilborg og Krist-
ín tautuðu í hálfum hljóðum sín á milli:
»Skárri er það gikkurinn, sem hann Hallur er orð-
inn; hann þykist eitthvað lítið af siglingunni, og
þó er hann nú ekki nema íslenzkur enn þá,
•greyið«.
»Og minnztu ekki á það«, sagði hin og fussaðí.
|>eim geðjaðist ekki að þessum orðum Halls: »011u
fer aptur«, því þær voru hörundssárari en gömlu
hjónin, enda lifðu þær í von um að uppskera
heillaríka ávexti fegurðar sinnar, og vildu ekki láta
hafa hana að fíflskaparmáli, og sízt af þeim, sem
,þær höfðu fest vonaraugu sín á.