Draupnir - 01.05.1893, Síða 267
267
»Hið eina, sem elcki hefir breytzt, er Kvíslar-
ekarð«, sagði Hallur enn fremur; »Borga og Stíua,
segið mjer, sjáið þið aldrei álfa þar? það Ijek ætíð
sá orðrómur á, að þeir byggi þar«.
»Jeg hugsaði, að jafn menntaður maður og þú,
Hallur, ert orðinn, væri hafinn yfir hjátrú og
karla- og kerlinga sögur«, sagði önnur þeirra háðs-
lega.
»Nei, vissulega er jeg ekki hafinn yfir slíkt. þeg-
ar jeg reið upp skarðið áðan, sá jeg þar uppi hina
fríðustu blómarós, sem jeg nokkru sinni hefi auga
á komið. Segið mjer hreint og satt, hvort nokk-
ur mær er til í nágrenninu eins fögur og sú, er
jeg var að lýsa fyrir ykkur«.
»Nei, þú ert heillaður af álfum«, sagði Kristín
og hló hátt. »Nei, hjer er eiuungis ein 15 ára
gömul stelputuska í Klömbrum, sem ekki er nema
skinin beinin og grá í gegn eins og geitarmilti.
jþað er ómögulegt, að hún hafi heillað þig svo, þó
hún hafi fremur fríðan andlitssvip*.
»þá hefir það álfur verið«, sagði Hallur og stundi
þungan.
»Kom þú nú Hallur«, sagði Sæmundur bóndi,
»og segðu tíðindin. Jeg sje, að það brjótast barn-
•órar með ykkur uuga fólkinu«.
»Baruástir hefir þú líklega ætlað að segja«, greip
móðir hans fram í.
»Barnástir. Hvað þýðir það?« spurði Hallur.
»|>egar tveimur unglingum, karli og konu, kem-
ur illa saman, segja menn, að það brjótist með
þeim barnástir, og á það að vita á það, að þeir
Verði hjón«, sagði gamla konan.