Draupnir - 01.05.1893, Síða 269
hugsa um matinu, en Sæmundur opuaði kistu sína,
og tók þar upp vínflösku, til þess að drekka minni
hins nýkomna sonar síns.----------------------------------
»Hvað hefir þú verið að sýsla, stelpan þín, all-
an seinni hluta dagsins?# sagði Guðlaug gamla í
Klömbrum við Signýju fósturdóttur sína, er hún
um kvöldið kom heim með tnjólkina úr ánum.
»Jeg hefi verið að smala ánum og mjólka þær,
og er svo aptur búin að víkja þeim á hagann«,
svaraði Signý. »En jeg hefi líka sjeð undarlega
sjón í dag niður í skarðinu#.
»Og hvað var það barn? jpú hefir þó, vænti jeg,
ekki farið að hafa í frammi neinn gáska þar?«
»Nei, öðru nær! Jeg stóð í klettaskorunni fyrir
ofan Seiðkleif, og sá þar ekki alllangt fyrir neðan
mig svo undur fallegan ungan mann, er sat á þúfu
og horfði beint á mig. Hann var svo einkennileg-
ur í andliti og að augnaráði, að jeg ekki tali um
klæðnaðinn, sem var svo gersamlega ólíkur þeim,
sem menn bera hjer, svo jeg held að varla sjeu
tiltök til, að þetta liafi verið mennskur maður«.
»Já, hamingjan hjálpi þjer aumingjanum«, sagði
Guðlaug gamla »Ósköp er að heyra þetta! Talaði
hann nokkuð til þín?«
»Nei, hann talaði ekkert; en augnaráði hans
gleymi jeg víst aldrei, það var eitthvað svo undar-
lega unaðslegt og blítt og gagntók allar tilfinning-
ar mínar. Jeg get ekki lýst því«, sagði Signý og
andvarpaði.
»Jeg skil það allt, barnið mitt«, sagði Guðlaug
og stundi líka, »Jpú ert hvorki meira nje minna,