Draupnir - 01.05.1893, Síða 270
270
en heilluð af álfurn, og er það engin gleðifregn
fyrir mig á grafarbakltanum. Lauga langamma
mín varð að flýja hjeraðið vegna ásóknar álfapilts,
og hún varð líka jafnan auðnulítil, meðan hún lifði.
Alfar eru illþýðislegir í skapi og heiptræknir, ef
þeir ekki fá vilja sínum framgengt. |>að lá líka
að, að þessi bannsettur flennuskapur ætti eitthvað
upp á sig. Nú dugar ekkert nema hárauðir upp-
hlutir, lagðir silfurknipplingum og með 24 silfur-
mylluin framan á, og svo allt eptir þossu, rauðir
sokkar, rauðbrydd pils og allur þremilliun. |>ú
veizt ekki, upp á hverju þú átt að finna til að
skreyta þig með, og furðar mig varla, þó þii drag-
ir að þjer bergbúa og risa. Sneypztu nú í bælið,
óhemjan þín; þú veizt ekki hvaða mæðu þú gerir
mjer«.
Signý felldi mörg tár, meðan hún reimaði frá
sjer rauða upphlutnum. Hún lagðist þá út af,
sneri sjer til veggjar og lagði aptnr augun, en allt-
af sveimaði þó fyrir hugskotssjónum hennar mynd
sú, er hreif hana svo mjög. »Ó! hann var þó svo
fallegur«, hugsaði hún. »jfpað er bágt til þess að
vita, að hann skuli ekki vera mennskur maður».
Frá þessari hugsun sofnaði hún að lokum og svaf
vært._
#þ>egar ein báran rís, er önnur vís«, tautaði Guð-
laug gamla fyrir munni sjer, þá er hún gekk út í
bæjardyrnar til að taka upp nokkrar lykkjur, sem
hún hafði misst niður. — ]j>að er svo sem sjálfsögð
saga, að jeg verð að færa byggðina aptur norður á
við, þó jeg hafi ekki ætlað mjer það. Alfar eru
ekki vanir að elta menn langar leiðir, eins og draug-