Draupnir - 01.05.1893, Síða 272
272
kom, þótt hann kallaði, nema stór kónguló, er þaut
út úr búgarði sínum, þegar þessi óvinveitti gestur
reif niður vef hennar, og lítill grátitlingur, sem
skauzt út úr holu, þá er hann allt í einu heyrði
hljóð í næturkyrðinni.
Svona leið þessi vika, sem Hallur var heima,
að aldrei fann haun álfastúlkuna, þó að hann leit-
aði kvöld, morguaog miðja daga. — Hið eina, sem
á vegi hans varð, var gamla Guðlaug, sem nú smal-
-aði sjálf ánum sínum. jpegar vikan var liðin, hjelt
Hallur áfram ferðum sínum víösvegar um land, og
sigldi svo um haustið, eins og til stóð. En það er
frá þeim Guðlaugu og Signýju að segja, að um
næstu fardaga fluttu þær norður til hinna fornu
^ átthaga sinna, í því skyni að forðast umsátur álfa-
piltsins, sem til ailrar hamingju sást aldrei aptur;
en þó að hann hyrfi, hvarf þó ekki mynd hans úr
hjarta Signýjar, sem einlægt dvaldi í huga sfnum við
minningu hans.
»Ó! hvað tí.minn er fljótur að líða. |>að eru nú
í haust full fjögur ár, síðan jeg fór síðast frá Is-
landi, og 3 ár síðan jeg gaf mig í þessa herjans
hafskipasmíði«, sagði Hallur eiuhverju sinni við
sjálfan sig, er hann var hættur að vinna og leit á
ljelegu erfiðisfötin sín og óhreinu hendurnar sínar.
»Hvers vegna fór jeg annars að læra þennan starfa,
sem mjer er ekkert gagn að, þar sem að eins ör-
fáir fiskibátar eru smíðaðir héima á Islandi; og
hvað sem öllu öðru líður, get jeg þó ekki gleym&
íslandi og öllu fögru heima á Fróni, og get því