Draupnir - 01.05.1893, Page 273
273
ekki tekíð mjer bólfestu annarstaðar. Jeg hlýt að
fara þangað, og þá er jeg kem heim, skal jeg svip-
ast um eptir álfameynni fögru og finna hana, ef
unnt er. Ef jeg gæti sprengt upp í háa lopt allt
Kvíslarskarð, skyldi það ekki verða til fyrirstöðu,
ef jeg þá að eins væri nokkru nær takmarkinu; en
þess mun varla þurfa, því mennsk kona var það,
en alls ekki álfamær — eða, ef til vill hefir sjónin
verið: »fata morgana«. Eithvert gufuský hefir mál-
að á loptið mynd þessarar yndislegu veru, og
brugðið henni svona á óhentugri stundu og stað
fyrir augu mjer; en sje ekki svo, þá er þó líklega
frummyndin einhverstaðar til á milli íslands fjalla,
grunar mig. Nei, þessar útleudu drósir eru ekki
þess verðar, að menn halli höfuðfatinu sínu út í
annan vangann vegna þeirra — auk heldur meira,
hversu skreyttan himinn, sem þær bera yfir höfð-
Um sjer, og hversu háum fjöðrum, sem þær hreykja,
og hversu löng stjel, sem þærdraga. Til Islands,
til Islands stefnir alltaf hugur minn með öllum
óskum mínum og vonum, enda er karlsauðurinn
hann faðir rainn allt af að ámálga við mig að koma
heim. I kvöld skal jeg ritahonum, að bænir hans
sjeu heyrðar. |>etta árans erfiði og strit vil jeg
ekki lengur leggja á mig«; og hann hrissti herðarn-
ar, eins og hann meðþví vildi varpa af sjer þessn
þreytandi oki.
»Hallur komdu og lyptu undir bjálkann þann
arna með okkur«, sagði einhver fjelagi hans, er
kom þar að og var ásamt fleirum að rogast með
afarstórt trje. Hallur hljóp þegar til hans og hjálp-
18