Draupnir - 01.05.1893, Page 276
276
»Nei, barn mitt, mjer er blá alvara. Síra Ejnar
vill eiga þig«.
»Nei, þú segir ekki satt; það er alveg ómögulegt,
að svo efnaður og mikils metinn maður vilji eiga
mig, bláfátæka og umkomulausa stúlku«.
»Svo er það þó, og þar eð síra Einar er svo
miklu fremri þjer í öllu, þá ættir þú þeim mun
heldur að taka boði hans þakksamlega«.
»En jeg vil ekki gera honum þá hneysu að eiga
hann, fyrst hann er svo miklu meiri en jeg. Eað
hann þig að segja mjer þetta, fóstra mín?«
»Hann sagði mjer það, en ekki bað hann mig
að segja þjer það; hann hefir vitað, að jeg mundi
gera þaðóbeðin, fyrst hann ekki bað mig að leyna
því«.
»Hann vill vænti jeg hoyra sem fyrst, hvernig jeg
hafi tekið þessu, og má jeg því gæta mín, svo að
jeg tali varkárlega og virðulega. En veiztu nokk-
uð, hvað hefir komið manninum til að láta sjer
koma önnur eins fjarstæða til hugar«.
»Eríðleiki þinn fyrst og fremst. jpykir þjer nokk-
ur furða, þó að mennskir menn heillíst af honum,
fyrst huldumönnum hefir orðið starsýnt á hann og
orðið ástfangnir í þjer. Jeg vona, Signý mín, að
þú. verðir skynsöm í vali þínu«.
»Huldumaður hefir það aldrei verið, sem jeg sá
í Kvíslarskarði, það hefir að eins verið einhver mis-
sýning; en þó sténdur þessi missýning mjer fyrií
hugskotssjónum til dauðansa, sagði hún við sjálfa
sig í hálfum hljóðum.
»En hvað á jeg að segja síra Einari, ef hann
minnist á þetta aptur«.