Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 277
277
»Ó, segðu honum, að jeg sje svo ung, að
jeg sje ekkert farin að hugsa urn gipting-
ar, og segðu honum, að það sje beimska af
honum að velja sjer ekki konu, sem sje samboðn-
ari honum en jeg er. Hefði jeg vitað þetta, hefði
jeg aldrei ráðist til haus sem vinnukona, en það
er komið sem komið er«.
»Nei, Signý! Mjer sýnist að þú ættir að taka
öðru vísi í þennan sannnefnda gleðiboðskap, sem
jeg flyt þjer. Viltu ekki hugsa um málið betur;
það er ísjárvert að hafna slíku boði«.
»Já, víst er það mikið í munni að vera prests-
kona, en að hinu leytinu er ekki gott að láta mann-
inn geta brugðið sjer um, að hann hafi tekið nið-
ur fyrir sig; þar að auki er síra Einar svo naum-
ur, að hann geldur illa hjúum sínum kaupið, eins
og allir vita. Jeg væri ekkert betur farin, þó að
jeg væri gipt og ætti mikið, en rjeði engu, heldur
en þó að jeg væri ógipt, fátæk og frjáls með allfc.
Seinast tel jeg það, sem ef til vill gerir minnst til,
að hann er svo herfilega ófríður. Hárið er strítt,
og á illa við þenna ljósa yfirlit hans; munnurinn
er stór, varirnar þykkvar, tennurnar svartar, og
jeg er jafnan hrædd ura, að hanu bíti með þeim,
þegar hann fer að tala. Nefið er eins og turn að
framan, en í miðjunni mætti vel leggja söðul á það.
Kinnbeinin eru eins og stórir gráhnúkar, en þó
taka augun út yfir allfc; þau eru grá, og svo flótta-
leg, að vel mætti telja mjer trú um, að hann væri
vitstola; og svo er uú svipurinu og limaburðurinn«. . .
»Nei, hættu nú Signý litla. Kallarðu þetta virðu-
lega talað um prest þinn og tilvonandi húsbónda