Draupnir - 01.05.1893, Page 280
i80
niður á stólinu, sem Hallur bauð henni, en hann
hallaði sjer aptur á bak upp í rúm, er stóð þar í
stoíunni.
#Hvernig lízt þjer á Kristínu mína, sonur góður?«
spurði Sæmundur. »Sýnist þjer hún ekki hafa
breytzt mikið, síðan að þú varst hjer síðast?«
»Jú, mikið. Jeg gæti trúað, að það væru 20 ár
síðan jeg sá þig, Kristín, þú ert orðin svo kerl-
ingaleg, en það er þó ekki nema hálft fimmta ár,
minnir mig«.
»Já, já!« var hið eina, sem Kristínu varð að
orði.
»Hvernig heíurðu farið að ófríkka svona mikið
á svona stuttum tíma. Jeg man ekki eptir að
nefið á þjer væri svona bólótt til forna«, sagði
Hallur og hló.
»f>að er Ijótur siður, sem þú allt af hefir, að vera
að stríða frænku þinui, Hallur. Jeg hugsa þó, að
þú hafir eitthvað skemmtilegra að segja henni en
þetta. Jeg sendi boð eptir Kristínu til að heilsa
upp á þig«.
Nú fyrst opnuðust skilningsaugu Halls, og hann
sá, hvað faðir hans meinti, og skildi nú fyrst marg-
ar dularfuliar bendingar í brjefum hans; hann brá
litum lítið eitt, og sagði heldur hastur í róm, utn
leið og hann reis upp: »Jeg hefi ekkert sjerstakt
við 'Kristínu að tala, svo að þú þyrftir að senda
eptir henni mín vegna«.
»Ekkert við Kristínu að tala«, endurtók Sæmuud-
ur með drynjandi röddu. |>jer getur ekki verið
alvara; hún hefir Ijeð mjer peninga, og er bezti
kvennkosturinn hjerna í sveitinni«.