Draupnir - 01.05.1893, Page 281
281
»Mig varðar ekkert uni það«, mælti Hallur, þreif
hatt sinn og rauk út, en foreldrar hans og Kristín
VÍ8SU ekki, hvaðan á sig stóð veðrið.
»Hvílíkur rusti!« hrópaði Kristín upp yfir sig.
»Jeg vildi feginn gefa upp alla skuldina, til þess
að sjá son þinn aldrei framar«.
»Og það má nú verða«, sagði Hildur gamla og
stundi við. »Hallur minn er vís til að sigla strax
aptur og koma aldrei aptur«.
»Og sjáist illt aldrei«, sagði Kristín og beit á
vörina«.
»|>ú verður þá að láta þjer lynda, Kristín mín,
að eiga við mig um skuldina, fyrst strákurinn er
svona einþykkur«, sagði Sæmundur.
»Og jeg má til með það«, sagði Kristín, sem nú
gat ekki lengur tára bundizt.
»Og vesalinguriun! þj'er hefir þá þótt vænt um
hann«, sagði Sæmundur.
»Vænt um hann! nei, biðjum fyrir okkur. Ef'
jeg hata nokkurn mann í heiminum, þá er það
hannii, sagði Kristín og þaut iit í reiði, án þess að
kveðja.
»Slík eru börnin óþarfleg«, tautaði Sæmundur
fyrir muuni sjer.
»Já, það er satt; hann sækir það í ættina að
vera einþykkur«, tautaði Hildur gamla.
»þetta er allt misskilningur«, sagði Hallur við
sjálfan sig, þar sem hann labbaði ofan í Kvíslar-
skarð og ýtti hatti sínum ofan að augum; var
það órækt merki þess, að hann var í illu skapi.
»Hvernig gat líka föður mínum dottið í hug, að
jeg vildi fórna mjer í fang annarar eins ófreskja