Draupnir - 01.05.1893, Page 283
283
»Hvað meinið þjer með þessum óaðgætnislegu
orðum, jómfrú góð?«
»-Teg meina, að jeg sje ekki skyldug að hlýða
skipun fóstru minnar og eiga yður, þegar hjarta
mitt getur með engu móti fellt sig við það«.
»Hjarta yðar og skoðanir eru eitthvað frábrugðn-
ar skoðunum fjöldans«, sagði maðurinn og hló
kuldahlátur.
»Já, hjarta þessarar konu er eins frábrugðið
skoðunutn fjöldans, eins og röddin er frábrugðin
rödd hans«, hugsaði Hallur, sem heyrði hvert orð.
#En skyldi þá ekki andlitið líka vera frábrugðið
andlitum fjöldans?«
f>að var eius og konan vildi leysa úr þessari
jsegjandi spurningu, því rjett í þessu brá hún blæj-
unni frá andlitinu og þurkaði svitadropa af hiuu
föla og bjarta andliti sínu.
»Ó, álfamærin mfn!« kallaði Hallur hástöfum, og
greip í steinvegginu til að styðja sig; svo mikið
"varð honum um þessa sýn.
»Ó, álfasveinninn fagri!« andvarpaði stúlkan, því
þau höfðu óvart horfzt í augu.
Pylgdarmaðuriun leit upp; haun heyrði einhvern
óm, en hann sinnti því ekki frekar, og ekki kom
hann auga á Hall. Hann var nú að hugsa um
annað, því houum var talsvert runnið í skap, ekki
síður en henni. Hann sló upp á hest hennar og
þar næst í kvígu-grey, sem kroppaði gras á götu-
bakkanum.
»Kýr og konur eru líkar skepnur; hvorutveggja
sækist eptir hinu forboðna, en treður hið frjálsa
Undir fótum sjer«, sagði haun við sjálfan sig, ea