Draupnir - 01.05.1893, Page 285
285
Nokkrum dögum eptir þetta, þegar síra Binar
var seztur í bú sitt og Signý sezt að völdum hjá
honum, segir hún við prest, er sat inni í baðstofu
hjá þeim mæðgum:
»Súuð þjer mann, er studdist upp við bjargið í
Kvíslarskarði, er við riðum þar hjá um daginn?«
»Nei, jeg sá engan«.
»það var einstaklega laglegur maður; jeg komsfc
að því í gær, að það er Hallur frá Efralandi, sem
er nýkominn úr siglingu«.
»Jeg hefi sjeð Hall, og er ekki annað hægt að
segja, en að hann sje snoppufríður, en það er líka
allt og sumt. Hann kvað vera mesti slarkari, og
hann er búinn að eyða miklum drluta af fjármun-
um föður síns, og er þó engu nær með þetta, sem
hann átti að læra. jpeim segir flestum að einu,
þessum erlendis meuntuðu oflátunguma.
»Nei, nú skjátlast blessuðum prestinum mínum«,
greip gamla Guðlaug fram í. »Hallur er alveg út-
lærður í skipasmíði, og mörgum þykir furðu gegna,
hvað litlu hann hefir eytt. En það kvað þó vera
sundurþykkja milli þeirra feðga sakir þess, að
Sæmundur vill láta haun eiga ríku Kristínu á
Kjarna. Karlsauðurinn hefir legið áþeim eggjum,
allt af siðan Kristín erfði jarðirnar, en eptir því
sem fólk segir, mun aldrei koma ungi úr þeim«.
»Eu hvi slær Hallur hendinni á móti ráððhagn-
um?« spurði prestur.
»Honum þykir Kristín of leiðinleg og ljót handa
sjer, og þó er hún ekki ófríðari en margar aðrar,
stúlkukindin«.
Prestur gegndi engu, en fór að hugsa um það