Draupnir - 01.05.1893, Page 287
287
J>ær Ijetu talið falla í þetta skipti, en daginn
eptir tóku þær það upp aptur. Guðlaug gamla
kom inn til Signýjar, og var auðsjeð, að henni var
eitthvað mikið og þungt í skapi. Hún varð fyrri
til máls og sagði:
»Svona fór eins og mig grunaði, Signý litla. Nú
er gullfuglinn floginn úr höndum þjer og til ann-
arar. Prestur sagði mjer, að hann væri trúlofað-
ur Kristínu á Kjarna, og ætlaði að giptast henni
í haustci.
Æann er búinn að segja mjer það líka, og að
hann þarfnist ekki þjónustu minnar sem ráðs-
konu lengur eu þangað til«, svaraði Signý.
#þessa ógæfu leiðir þú yfir hærur mínar fyrir
alla þá hjúkrun og umönnun, sem jeg hefi haft
fyrir þjer, síðan þú varst á fimmta árinu; jeg tók
þig þá til mín í fátækt minni, af því þú varst
móðurlaus og einmana«; og tár hrukku ofan um
hrukkóttu kinnarnar á Guðlaugu gömlu, um leið
og hún sagði þetta; hún þerraði þau með svuntu-
horninu sínu«, og gekk að því búnu út, áður en
Signý gat svarað. Signý studdist fram á borðið
sem hún stóð við og grjet líka, en ekki saknaðar-
tárum yfir síra Einari.
»Já, svona launa jeg þjer, elsku fóstra, alla
dyggð þína og tryggð við mig«, sagði hún og
viknaði. »það er hart, eu hvað átti jeg að gera.
Pórnin, sem þú baðst um, var of stór. Ó, að jeg
gæti einhvern tíma seiuna launað þjer á annau
kátt, það sem þú hefir gert fyrir mig; alit annað
en þetta hefði jeg viljað leggja í sölurnar fyrir
þig«.