Draupnir - 01.05.1893, Síða 290
290
»Svo sem er dagurinn, svo verður og hagurinn«,
sagði einhver veizlugestanna. »A hvað skyldi þessi
þoka, og þetta hráslagaveður vita? sjálfsagt á
ekkert gott«.
Brúðhjónin voru hvort í sínu lagi vel við efni,
enda var ekkert til sparað, að veizlan gaeti verið
sem virðnlegust. Yeizlugestirnir voru margir, og
sumir langt að komnir. Meðal þeirra þekkjum vjer
þau Efralandshjón og Hall, og þar var Guðlaug
garnla og Signý, sem var ein af frammistöðu-kon-
unuin.
Menn geta gizkað á, að brúðhjónin hafi haft
uóg að hugsa um tilvonandi hamingjudaga, því
vonin skírir jafnan hina ókomnu daga, svo að
jaftivel þó að reynslan leiði hið gagnstseða í ljós,
verða vonarstundirnar bjartar í endurminningunni.
En hvernig sem þessu er varið, þá voru brúðhjón
þau, sem hjer eiga hlut að máli, að smágjóta
augunum þangað, sem Hallur sat. Jafnan er Sig-
ný kom inn og rjetti súpudisk eða steikarfat, eða
eitthvert þess konar sælgæti, sáu þau, að þau
Hallur og hún horfðust í augu, og opt var það
þá, að Signý leit undan og roðnaði.
Sæmundur gamli mjakaði sjer órólega til og frá
í sætinu, þegar Signý kom inn, eins og haun mun-
nði ákaflega í góðgæti það, er hún hafði handa á
milli, en svo var þó ekki; hugur hans var í allt
annari átt. Hann sá vel, hvað hjarta sonar hans
leið, að það var í snöru, sem föðurleg umhyggja
liafði ekki búið honum, og geðjaðist honum það
illa, því enn þá var hann ekki vonlaus um, að
Hallur næði í eitthvert auðugt kvonfang, því