Draupnir - 01.05.1893, Síða 294
294
hluta, sem gera skal; jeg kappkostaði því að afla
mjer auðs á allan leyfilegan hátt, og hefir mjer
tekizt það vonum framar. Jeg hjelt, að allt væri
fengið, þegar auðurinn er fenginn og vildi því kjósa
þessi æztu gæði handa þjer. En nú finn jeg, að
jeg er ekki ríkur, þó að jeg eigi auð. Jeg hefi lif-
að gleðisnauðu lífi, siðan þú fórst af landi brott,
og aldrei hefir nokkur dagur liðið svo, að jeg hafi
ekki óskað að þú værir kominn heim aptur alsátt-
ur við mig. Jeg hefi strítt mikið við mig, því að
jeg vildi ekki brjóta odd a£ oflæti mínu og bjóða
þjer að koma heira aptur; jeg vildi heldur ekki
sleppa minni gömlu trú, að allt væri fengið, þegar
auðuriun er fenginn. En jeg hefi kvalið sjálfan
mig með þessari stffni minni og get það nú ekki
lengur; föðurástin leyfir mjer það ekki. Eins og
jeg hefi sí og æ verið óánægður síðan þú fórst, þó
að mig ekkert skorti, eins getur verið, að þú hefð-
ir alltaf verið óánægður, hefðir þú átt Kristínu.
Samvera ástvinanna er þó fyrir öllu. Eigðu þess
vegna Signýju, og guð blessi þjer hana, en komdu
fljótt heim til okkar foreldra þinna«.
Hallur viknaði mjög, þá er hanu fjekk þetta
brjef frá föður sínum; hann las það hvað eptir
annað og ásetti sjer að~-hverfa sem skjótast heim
til foreldra sinna. Hann hafði aldrei unað lífinu
frá því að hann í seinna skiptið fór að heiman, því
tiuk þess, sem honum fjell illa kali sá, er hanu
hjelt að faðir sinn bæri til síu, langaði hann sífellt
heim til Jslands, heim til dalanna og fjallanna
fögru á ættjörðinni, og þá ekki sízt upp í ICvíslar-
skarð, hefði hann getað hitt Signýju þar. Nú er