Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 297
297
að það lyptist brúnin á karlsauðnum honuin föður
yðar, þegar hann sjer yður ríða í hlaðið«.
»Jeg vona það. Verið þjer sæll, og jeg þakka yð-
ur fyrir mig«, sagði Hallur, er hann reið brott.
Eins og prestur gat til, hækkaði brúnin á gamla
Sæmundi, þegarhann faðmaði son sinu að sjer, og
hatði Hallur aldrei sjeð hann jafnglaðan og við-
kvæman fyr. Hann fjekk hinar beztu viðtökur hjá
foreldrum síuum, en þó bar skugga á gleði hans,
á meðan hann va.r ekki búinn að frjetta neitt af
Signýju, því þó að hann ekki tryði presti, sem
hann vissi, að mundi bera söguna eins illa og hægt
var, og tíu sinnum verri en sanna, þá hafði haun
samt sem áður enga vissu fyrir því, að hjarta Sig-
nýjar væri sín eign, og að hún hefði sömu tilfinn-
ingar og áður, þá er hún sagðist skyldu muna ept-
ir honum. Var ekki eins líklegt, að þessi æsku-
draumur hennar væri gleymdur, þar eð aldrei höfðu
farið nein brjef millum þeirra. Gat ekki einhver
annar átt hjarta hennar nú? Hann vildi ekki
spyrja föður sinn um hana að svo stöddu, en það
leið ekki á löngu, áður eu hann spurði móður sína
um þær mæðgur, og bar hún henni allt öðru vísi
orð, en presturinn hafði gert. Hildur hældi Sig-
nýju upp á hvert reipi, eius og menn segja, og
kvað hana hafa allra bezta orð á sjer.
»Er hún ekki trúlofuð? spurði Hallur.
»Nei, ekki svojegviti. En það er ekki þar fyrir,
að margir hafi ekki beðið hennar, því hún þykir
bæði falleg og efnileg strilka, en faðir þinn hafði
fyrrum horn í síðu hennar«.
»Já, jeg vissi það; það var vogna þess, að húa