Draupnir - 01.05.1893, Page 298
‘J98
er fátsek, en nú Iýtir hann hana ekki framar fyrir
það, éina og líka er rjett. Jeg held, að jeg verði
að bregða mjer ofan að Klömbrutn og vita, hvort
hún er búin að gleyma............
Og um leið og Hallur sagði þetta, þreif hann
hatt sinn og gekk út skyndilega.
Ekki segir af ferðum hans. En hann kom aptur
að tveim stundum liðnum og var hinn glaðasti á
yfitbragð, og sagði foreldrum sínum, að hann hefði
dvalið hjá álfamærinni gömlu niður í Seiðkleif, og
hún hefði lofað að koma til sín og dvelja hjá sjer
æfilangt, ef hann ljeti gipta þau að hætti mennskra
manna.
Sæmundur karlinn sagði, að óhætt væri honum
að koma með Signýju að Efralandi, hann skyldi
verða henni góður tengdafaðir.
Hallur bjó sig enn að heiraan, en það var ekki
í Iangferð, heldur einungis til að sækja leyfisbrjef
til að giptast, því honum leiddist að láta síra Ein-
ar þurfa að lýsa með þeim.
»Nóg er að neyðast til að láta hann giptaa, sagði
hann við Signýju, sem faunst hið sama og honum
í þessu efni.
Veizlan var ekki stór, og lögðu margir það út
sem nízku. »En vel borgaði hann prestinum*, sögðu
sumir, því einhver hafði heyrt síra Einar segja
þessi furðulegu orð: »Jeg þakka yóur fyrir, það
er allt of mikið«. — Ekki vildi Kristín sitja veizl-
una, og sýndi hún þoim ungu hjónunum ávallt
mikla óvild. Síra Eiuar fór hægara í það, en þó
var auðsjeð, að hann hafði frernur horn í síðu þeirra,
og gátu sjer margir til hins sanna um ástæður fyrir