Draupnir - 01.05.1893, Page 303
303
um ókomna hluti. Pyrir því sagði hann fyrir, að
tveir hinir elztu synir sínir muudu skamma stund
forræði hafa. Hygg jeg þVí hæfa, að rita hjer um
örlög þeirra og endalykt, fyrir því að langt var
frá því, að að þeir næði hamingju föður síns.
3. kap. Frá Aristóbúhisi.
Aristóbúlus var elztur sona Jóhaunesar. Gjörði
hann Gyðinga stjórnarhátt að konungsríki. Eptir
dauða föður síns setti hann kórónu á höfuð sjer,
og og var það 471 ári og 3 mánuðum eptir það að
lýðurinn kom aptur í landið úr babýlonsku herleið-
ingunni. En fyrir því hann unni Antigónus bróð-
ur sínurn mest frænda sinna, þá fjekk hann hon-
um hlut í ríki með sjer, en aðra ljet hann í dýfl-
issu og svo móður sína, því að hún vildi komast
að ríki, því að Jóhannes hafði ánafnaðhenni lands-
forræði eptir sig, og svo var grimmleikur hans
mikill, að hann ljet hana svelta í hel. Eptir það
stefndi hann á Antigónus bróður sinn, því að hann
var rægður um það, að hann vildi ná ríki og drepa
hann. ’Vildi hann þó eigi hlýða því í fyrstu og
liugði öfundarbragð vera. En eitt sinn álaufskála-
hátíð, er Antigónus kom lieim frá bardaga með öll-
um herklæðum allfögrum, þá lá Aristóbúlus sjúkur
og gekk Antigónus í hertýgjum með liðsmönnum
þeim, er með honum voru til musteris, og mundi
vilja biðjast fyrir um heilsu bróður síns. Óvinir
hans nýttu færi það, og fóru þegar til konungs og
töldu, hvé skrautbúinn hann var, og kváðu slík
[I hertýgi engum hæfa nema konungi; fylgdi honum
og lið vopnað; mundi hann vilja drepa konung með