Draupnir - 01.05.1893, Side 304
304
liði síqu; það nægðist honum eigi, að hafa hlut í
ríki og hygði hann á það einn. Aristóbúlua vildi
þó eigi trúa í fyrstu, en þó kom svo, að hann
grunaði bróður sinn, og vildi vita, hvort þörf mundi
að verja sig. Bauð hann því þjónum sínum nokkr-
um að dyljast í jarðhúsi einu, en hann lá á kast-
ala þeim, er Baris var þá kallaður, en Heródes
ljet síðan kalla Antoníu, og bauð þeim, ef Anti-
gónus kæmi óvopnaður, að hanu færi frjáls á siun
fund, en hefði haun hertýgi sín, skyldi þeir drepa
hann. Sendi hann honum síðan boð að koma vopn-
laus á sinn fund. En drottning og óvinir hans
tóku bragð það, að yfirtala þá, er sendir voru, að
þegja um orð konungs, en skila því, að konungur
hefði spurt, að Antigónus Ijet gjöra sjer herldæði
fögur í Galileu, er hann vildi sjá hann í, en hann
mætti nú eigi fyrir sjúkleik út fara og bæði hann
koma. Fór Antigónus, er hann fjekk boðin, al-
vopnaður, að láta hann sjá sig. Hafði hann jafn-
an reynt gott af konungi og grunaði hann um
ekkert svikræði. En er hann kom í hin myrku
göng, þar sem Stratónsturn var kallaður, drápu dyra-
verðir hann. Sjáum vjer hjer af, að rógur raá alla
eiuing slíta, og svo mjög getur hann hrakið eðlia-
ástir, að engin velsemd orkar móti öfund og rógi.
Nú mun jeg geta þess, hvað mjög maður sá var
sannspár, svo að aldrei brást, er Júdas hjet, af
Esea fiokki, því að þá er hann sá Antigónus ganga
gegn um musterið, æpti haun hátt til lærisveina
sinna, er margir voru með honum, og mælti: »Nú
er mjer bezt að deyja, er sannindin verða að engu
-og spár mínar bregðast. Anitgónus lifir enn, er '