Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 305
305
dag átti að verða drepinn, og voru það forlög hans
að látast á Stratónsturni, sem þó er sex hundruð
skeiða hjeðan, og nú erfjórða stunddags, og stund-
in er þegar nær liðin, og er ómögulegt, að það
megi verða«. Og er hann hafði mælt þetta, stóð
hann sem höggdofa. Bn í því bárust þau tíðindi,
að Antigónus væri myrtur á undirganginum, er og
svo var kallaður Stratónsturn, og átti samnefni
við Hesareu við sæinn, og villtu nöfnin þennan hinn
gamla mann. jpá er Aristóbúlu3 hafði látið drepa
bróður sirm, iðraði hann þess mjög. Jókst við það
sjúkleikur hans. Var honum illvirki það ætíð fyrir
augum og þraut máttur hans dag hvern, og rifn-
uðu loka iður ’nans af angri. Fjekk hann þá blóð-
uppgang mikinn. Og er einn þjónn haus skyldi
bera blóð hans brott, fjell hann við — að stjórn
guðs — beint á þeim stað, er Antigónus var drep-
inn og þar sem blóð hans sást enn, og steyptist
þar niður blóð þess, er hann hafði drepa látið. En
þeir, er við voru, æptu hátt og hugðu þjóninn með
vilja gjört hafa; töldu, sem þar hefði verið fórnað
blóði hans. Konuugur heyrði ópið og ljot spyrja,
hverju sætti. Og er enginn þorði að segja honum
það, sóttist hann því meira eptir því. Kom svo,
að hann hafði við heitingar, ef eigi væri frá sagt. Var
þá greiut, hversu við barst. Fjell hann þá við það í
grát mikinn og andvarpaði þungt og mælti: »Bigi
má jeg vænta þess, að hin guðlausu verk mín dylj-
ist fyrir hinum mikla og alltsjáanda guði. Mun
rjettlæti hans skjótt hefna þessa morðvígs á frænda
mínum á mjer. — Hve lengi villt þú, hinn óbljúgi
líkami, halda önd í þjer, sem fordæmd er sakir
«0