Draupnir - 01.05.1893, Page 307
307
slíks. Varð hún svo mikil, að hann sá sig eigi kefja
mega, og fjekk því á mála með sjer Pisida og Kili-
kíurnenn, fyrir því að hann vildi eigi leita liðs Sýr-
lendinga, sakir œfinlegs fjandskapar þeirra við Gyð-
inga, og felldi hann með liði þessu meira en átta2:
þúsundir uppreistarrnanna. Eptir það herjaði hanm
á Arabíu og lagði haua undir sig, og svo þá Gile-
aðíta og Móabíta. Og er hann liafði skattgilt þá
alla, fór hann aptur til Amathus. Hræddist Teó-
dórus þá hamingju hans og flýði úr kastalanumr
því að hann var þar fyrir, og tók konungur hann
og ljet brjóta við velli. Eptir það fór hann á móti'
Obódas Arabíu konungi, er lagzt hafði allhæglega
með her sinn við Gólau og sent lið í umsátur.
Kom það í opna skjöldu Alexander og rak hann
í dal einn djúpan. Tróðst þar margt lið undir úlf-
öldunum, því að ærinn var fjöldi þeirra í liðinu..
MÍ3sti Alexander konungur þar allt lið sitt nálega,
og komst nauðulega undan í Jerúsalem. Hófst þá
uppreist af nýju móti konungi sakir óhamingju
þessarar, en hann setti hana niður með þeim hætti,
að hann felldi fimmtíu þúsundir um sex ár í ýms-
um bardögum. Urðu honum þó lítt til fagnaðar
sigurvinningar þar, því að mjög veiktist þar vi&
ríki hans. Vildi hann þá eigi beita afla sínum
lengur, og sótti að vinna þegna sína til hlýðni með
mjúkum orðum. þ>á þóttust þeir sjá á honum
þykkju mikla, og grunaði þá mjög góðleik hans,
2) Áður segir Jósefua (í Oyðinga s.), aö hann felldi
eigi meira cn sex þúsundir þar á staðnum; má vera, að
síðan væri tvær þúsundir felldar.
20*