Draupnir - 01.05.1893, Page 308
308
og reiddusfc honum að meira. Ljefc liann þá spyrja
um orsök þess, og hvað hatm skyldi gera þeim til
.góðs. Eri þeir svöruðu því, að hann skyldi drepa
sig sjálfur, en ljetust þó trauðla vita, hvort þeir
'mætti fyrirgefa honum dauðum allar illgjörðir
,hans við sig. Ljetu þeir og eigi þar við standa og
.fengu til Demetríus, er kallaður varEvkerus að fara
með her á hendur honum. Varð hann við skjótt
-og vænti sjer arðs af. Lögðu Gyðingar saman við
her hans hjá Sikhem. Alexander konungur fór á
•móti honum með tíu hundruð reiðmanna og áfcta
imndruð göuguliðs. Voru það tnálamenn og tíu
þúsundir Gyðinga* 1, er trúnaði hjeldu við hann. En
í móti honum komu firnm þúsundir reiðmanna og
fimmtán þúsuudir gönguliðs1. En áður en til orr-
ustu kæmi, reyndu báðir konungarnir að draga lið
hvor frá öðrum. Hugði Demetríus að ná málaher
Alexanders til sín, en Alexander hugði að fá talið
Gyðinga, er gengið höfðu í lið Demetríusar, í fylgd
við sig, og vanrist hvorugum á. Varð orrusta og
börðusfc málamenn Alexanders með hinni mestu
hreysti, en þó varð Demetríus efri. En þó lauk
allt á annan veg en konungur hafði ætlað, því að
Gyðingar þeir, er höfðu kallað Demetríus til liðs
sjer, voru honum eigi trúir, og þótt þeir fengi sig-
1) í Gyðinga s. stendur, að hann ltefði 6200 œálameun
og 20,000. Á hvorum staðnum errangt eða af hverjum
rangfœrt, vitum vjer ógjörla.
1) Hjer er og rangt. í Gyðinga s. stendur, að fót-
göngulið hans væri 40,000 manna, og ætla jeg feil þetta
hafa orðið af vangæzlu ritaraus.