Draupnir - 01.05.1893, Side 309
309
ur, hlupu þó sex þúsundir þeirra úr liði hans til
fjalla, þangað er Alexander var flúinn, því að þeir
aumkvuðu hag hans. Demetríus uggði þá að sjer,.
og þóttist vita , að Alexander færi aptur með her
sinn að sjer, og að allir Gyðingar mundu snúast í
lið með honutn. |>orði hann því eigi við að hald-
ast og fór á brott. Bn aðrir Gyðingar, þótt þeir
missti styrktarliðs síns, ljetu þó eigi af fjandskap
við Alexander, og hjeldu uppi orrustum við hann,
unz þeir voru flestir fallnir. Bn um aðra lagðist
konungur, þar sern Besmeslínborg1 heitir, og vann
hana og fangaði þá og flutti í Jórsali. Yar hann
þeim svo reiður, að hann sýndi á þeim grimmleik
mikinn, er guðleysi rná kalla, því aó hann ljet
krossfesta, átta hundruð þeirra í miðri borginni, en
liöggva niður konur þeirra og börn fyrir augum
þeim, en sat á meðan sjalfur að veizlu með frill-
um sínum, þar sem hann mátti á horfa illvirki
þetta. Urðn menn þá svo hræddir við grimmd
haus, að átta hundruð af þeim, or verst var til
hans, flýðu hina næstu nótt í brott úr ríkinu, og
komu eigi aptur fyrr en að Alexander dauðum.
Og er hann hafði með þessum hætti þröngvað
öllum þegnum sínum til hlýðni, ljetti hann ófriði.
Bn eigi varaði kyrrð sú lengi, því að það barst
að, að Antíókus, er kallaður var Diónysíus, bróðir
Demetríusar og hinn síðasti Salevkunga, hugði óð
herja á Arabíu. En Alexander uggði af útbúnaði
haus, að tjón mundi verða ríki sínu, og Ijet þá
J) Bethema: Gyðinga s. Jósefusar.