Draupnir - 01.05.1893, Page 310
400
grafa díki mikið frá Antípatersfjöllum til sævar
hjá Joppo og setja þar fyrir utan múr hávan og
á timburturn til laudvarnar. Bn eigi stóð það
fyrir Antíókusi, því að hann brenndi turnana, en
ljet fylla díkið, og fór þar yfir hernum. En þó
hefndi hann eigi á Alexander konungi, þótt hann
vildi varða honum yfirför, og hjelt í Arabíu. Bn
Arabíu konungur hafði tekið sjer hina beztu stöðu
í ríki sínu, og kom á óvart Antíókusi með tíu
Jmsuudir reiðmanna, áður hann fengi fylkt liði
sinu. Varð þar bardagi harður, og þótt ærið margt
Jið fjelli af Antíókusi, hjeldust þó aðrir menn hana
við, meðan hann stóð uppi, því að hann var hver-
vetna þar, sem þörfin var mest, og barðist all-
hreystilega. Bn að lyktum fjell hann. Flýði þá
lið hans, er uppi stóð, og var allmargt drepið á
flóttanum. En þeir nokkurir, er undan komust,
fiýðu til Kaua, en voru svo vistalausir, að flestir
^þeirra ljetust af hungri. Bptir það sendu Da-
ma8kusmenn boð eptír Aretasi og gjörðu hann að
konungi í Koilesýríu, fyrir því þeir hötuðu Ptoló-
meuá Menuévsson. Herjaði hann Gyðingaland og
vann Alexander í einni orustu. En þeir sættust
og fór Aretas aptur á braut. Alexauder fór eptir
það til Pella, og langaði mjög til þess að ná fjár-
sjóðurn Teodórusar. Lagðist hann því um Gerasa
•og Ijet reisa um hana virki þrefalc og vann hana
að lyktum með stormhlaupi. Tók hann síðan
Gólan og vann Selevkíu og Antíókusardal og
kastalann Gamala hinn góða, en Ijet setja Deme-
tríus kastalaforingja í fjötra fyrir aðgjörðir ýmsar.
Að lyktum fór hann síðan aptur til Gyðingalands.