Draupnir - 01.05.1893, Page 311
401
Er hann hafði þrjú ár verið í hernaði þessum,
var tekið með fagnaði við houura sökum athafna
lians mikilla. En er hann komst í kyrlífi, sýktist
hann með sótt þeirri, er fjórðadagskalda er kölluð.
Hugði hann þá að reka sýkina með eljan og fór
i her að uýju. Varð honum það mjög ofurmegn.
Vaninættist hann og ljezt í herför þeirri, er hann
hafði ríki haft sjö vetur hins þriðja tugar.
5. kap. Frá Alexöndru drotlningu.
Alexauder hafði ánafnað Alexöndru drottningu
ríkið eptir sig. þótti honurn vlst, að Gyðingar
vildi hlýðnast henni, fyrir því að henui hafði ver-
ið mjög á móti skapi harðræði hans, og átalið það
að lögin voru brotiu. Unni því lýðuriun henni.
Eór það og sem konungur hafði ætlað, því að all-
ir hjeldu hana trúrækna mjög og staðfestu hatia
því í ríki. Var hún kunnug lögmáli, og setti • þá
frá völdurn, er gjörðu á móti því. Tvo sonu hafði
hún átt með Alexander. Gjörði hún þann, er eldri
var og Hyrkanus hjet, að höfuðpresti og helzt
fyrir því, að hann var hóglátur og seinfær, og
þótti eigi að óttast af honum ríkisgirni eða breyt-
fngar á stjórn hennar. En hinn yngri lijer Aristo-
búlus, ákaflyndur maður og fjörmikill. Bannaði
hún honum allar sýslanir um stjórn. Farísea, er
allmargir eru af Gyðingum, mat hún allmikils, og
fyrir því að orð lagðist á guðrækni þeirra fremur
■öðrum, og að þeir skildi betur og útlegði lögmálið,
þá fengu þeir völd mikil hjá henni, því að hiín
var sjálf trúrækin. En þeir nýttu sjer það og